4. On the Nature and Origin of the Earth (Um eðli og uppruna jarðarinnar)

Greyscale image of bust of Plato, small version.
[larger image/full caption]

Plato.

On the Nature and Origin of the Earth

Ancient poets and sages have called the earth the mother of all things. They could hardly have chosen a more attractive name, or one that was more appropriate. From her lap springs everything that possesses life and motion, everything that flourishes, fades, and has its fated day, and she tirelessly provides material for the countless varied bodies that are created — and then abandoned — by the life force in its unending, hidden progress through nature. And meanwhile the earth itself is running its race around the sun with incredible speed, obedient to fixed, immutable laws. Human intelligence has succeeded in understanding these laws, and it is now possible to determine earth's position in time and space, relative to the sun and other heavenly bodies, at any point in the future, just so long as the present frame of our solar system is not disturbed by any unusual, large-scale events.

Things are not a bit more lifeless or static down in earth's vitals, where fire — the most powerful and menacing of the elements — is always on the rampage, sometimes bursting up from the depths and splitting mountains and glaciers in two, while melted rock and stone stream along the ground like water, destroying everything in their path. Something similar occurs when earthquakes whip like a shudder through the vast body of the earth: buildings collapse, rocks split, sometimes even new islands rise from the depths of the sea, or else vast tracts of land are levelled and nothing remains but a sheet of water where once there were flourishing communities of men.


All this is so remarkable, so thought-provoking, that philosophers in every age have sought to understand it, devoting careful study to the question of the origin and essential nature of the earth. Their explanations differed widely from one another, coming to approximate the truth ever more closely as knowledge accumulated over many centuries of study and research into the nature of things.

Our own ancestors, who were not in the habit of playing second fiddle to anyone, did not neglect this field of inquiry. Their myths about the gods show that they had thought deeply about the essential character of the earth and the fundamental forces of nature. These appeared to them in various guises, sometimes as harmful beings who were bent on destroying the handiwork of the gods, sometimes as benign and powerful deities who created light and life, driving away giants and monsters from the homes of gods and men.

It is not always easy, of course, to divest these old tales of their poetic trappings and discern in every instance what particular conception about the creation and nature of the universe was operative in the minds of our ancestors. Even so, it is clear that they made a number of extraordinarily prescient guesses.

I will not cite here the description in "The Sybil's Prophecy" of the end of the world, when earth is destroyed and sinks into the sea, overwhelmed by water and fire. Earth does not succumb permanently, of course, but lifts her head once again and rises reborn from the depths of the ocean, lovelier and more fertile than ever. This story is so profound — so near the real truth — that one can hardly avoid thinking that its inventor must have had an intuition that something like this once actually happened.

On the other hand Ólafur the White Poet — or whoever he was, the Icelander who wrote the Preface to the Prose Edda — describes the beliefs of our ancestors in such eloquent and powerful terms that I cannot refrain from quoting them exactly as they stand in his book.

"They pondered and wondered what it meant," he says, "that the earth and the animals and birds had certain characteristics in common, though they were very unlike in form. To take one such characteristic: if you dig into the earth at the top of high hills, you come upon water without needing to delve down any farther than you do in low valleys. Similarly with animals and birds: the blood flows at no deeper level in their heads than in their feet.

"It is another characteristic of the earth that every year she produces plants and flowers which decay and die that same year. Similarly, animals and birds grow hair and feathers every year, then shed them.

"It is a third characteristic of the earth that when she is cut open or dug into, grass will grow on the soil that is turned upward. From this — and from their interpretation of rocks and stones as being like the teeth and bones of animals — they drew the conclusion that the earth was animated, was somehow alive, and they realized that she was incredibly ancient in terms of years and quintessentially powerful: she gave birth to all living things and reclaimed everything that died. Therefore they gave her a name and traced their origin to her."


Although we know today that the earth is not a living being in the sense that plants or animals are, and that her various parts are not interdependent (as are the muscular and circulatory systems of animals, or the roots and leaves of grasses and flowers), nevertheless the speculations of this ancient sage are so pleasing and vivid that no one should really make fun of them. In his day men had no inkling of the timeless forces that operate to regulate the motion of the heavenly bodies, and though they were actively engaged in mining metals from the depths of the earth, it had not occurred to anyone to investigate the various geological strata lying one on top of the other, or to distinguish between streams of water (whose movement obeys the law of gravity) and the blood of animals and sap of trees (whose flow is regulated by other laws).

No wonder, then, that when earthquakes convulsed the land, our ancestors attributed them to the writhing of a fettered giant who had been banished from the company of the gods because of his wickedness, and bound in chains until the end of the world.

It was hardly to be expected that our ancestors would arrive at fully satisfactory explanations in this speculative field where even the Greek philosophers were brought to a stand and forced to content themselves with poetic fancies (which naturally bear the mark of their origin in the ancient homeland of the world's sciences). And because I suspect that many people would relish hearing about their speculations on so important a subject, I will give the gist of Plato's theory of the origin of the world, making an effort to convey his meaning accurately.


According to this philosopher, the prime matter of the universe is eternal like God himself. In the beginning it was subject to violent convulsions and contained within itself the seed of all evil. When its components attempted to join together, destructive counterforces always drove them apart. The prime matter could assume all kinds of forms but none of them had any permanence. Terror and strife hovered perpetually above the waves of this prime matter.

God, who is pure goodness and has no limitations, intended from the beginning of time to create the world conformable to the idea perpetually present in his mind. This idea was increate, immutable, perfect. It was like the idea of an architect who creates a sumptuous building out of stone. Our world was originally God's mental creation, and the visible world is a copy of this. And since the Highest Being can imagine nothing that does not actually exist, we can even say that God had already created the world before he gave it its visible form.


When the time for the great work arrived, God gave instructions to the prime matter, which was instantly excited by a new and unfamiliar agitation that spread through all its parts. Whereas previously these parts had been kept separate by mutual repulsion, now they hurried to unite, joining together and embracing. For the first time, now, fire gleamed in the darkness and air became distinguished from earth and water. These were the four elements out of which all things were made.


Now God created a soul to govern these elements. He formed it half from his divine essence, half from the prime matter, and infused it into earth, water, and air. Above the latter he spread out the empty sky.


No sooner had the world soul been indued with this vesture, which veils her from our eyes, than she began to test her strength and agitate the world. Spinning round with enormous speed, she drew the entire world with her; it was eager to obey her will.

While this was happening, the whole world woke to life. This only-begotten son, this born divinity, had acquired the shape of a sphere, which is the most perfect of all forms. Furthermore it was spinning in a circle: this is the most fundamental of all motions and was especially suited to its spherical form. The Highest Being now contemplated his work with satisfaction. He compared it with the ideal pattern upon which it had been based and was pleased to observe that this facsimile of his idea shared all the essential features of its original.


There was one feature, however, that it could not share: everlasting being. God's ideal world was eternal. But that was not an appropriate quality for the visible world. However, although the two worlds could not be equally perfect, God wanted them to be similar. Therefore he created Time, that fleeting image of eternity, which incessantly generates the cycle of days and nights, months and years, and therefore seems to be without beginning or end. Time measures the duration of the visible world just as eternity measures the duration of God's ideal world. Indeed, the visible world could never leave any trace of its existence if visible signs had not been established to distinguish its fleeting episodes and (so to speak) note them down in consecutive order.

In order to make this possible, God created the sun and other heavenly bodies and flung them out into the abyss of space, which had previously been empty and void.


Then God spoke to the spirits whom he assigned to regulate the motion of these heavenly bodies: "You gods!" he said, "it is I whom you have to thank for your existence; listen to my commands! You have no inherent right to immortality. But I intend to bestow it on you anyway, since my will is stronger than the commixture of unlike elements of which you are composed. What remains to be done, now, in order for the world to be complete, is to fill the sea and land and air with inhabitants. If I were to create these inhabitants myself, thus freeing them from the power of death, they would be the equal of you gods. Instead I order you to create them, and I give you the power and intelligence to do so. Unite their mortal bodies with the seed of immortality which you will receive from my hands. First and foremost create beings who will rule over the other animals but will be subordinate to you. These beings are to be born at your command and flourish through your generosity. Furthermore they are to be united to you after death and become partakers of your bliss."


Now God took some remnants of the world soul and poured them into the beaker in which he had previously fashioned her. Out of this material he created souls, and to the souls of men he added a little of his divine essence, giving them fixed destinies all their lives.


Thus it came about that mortal beings were born who could understand God and his will. Man was to be the superior of woman. Righteousness would consist in controlling the lusts of the flesh, unrighteousness in being mastered by them. Men who were righteous would inherit the realm of the stars and enjoy eternal bliss there; the others would be reborn as women. If they persisted in unrighteousness, they would be indued with the forms of different animals, never regaining the glory of their original nature until they had made themselves capable of obeying the voice of reason.


God could not have created, and indeed did not create, anything but the best of all created worlds. Unfortunately the material he had to work with was disorderly and difficult to manage, showing constant, determined opposition to his will. Traces of that opposition are still apparent: to it we owe storms and earthquakes and all the catastrophes that devastate our planet. Moreover the subordinate spirits who created us were also compelled to use the material provided to them, and this is the explanation for diseases of both mind and body. Everything good, both in the world as a whole and in mankind by itself, comes from Highest God, whereas all imperfection comes from the defects of the prime matter.


These, then, were the speculations of the Greek philosopher, which I could not convey in fewer words without distorting his meaning, yet which seemed to me too remarkable to omit altogether, since they are a fine example of the speculative method of the ancient sages. Because these men were ignorant of the experimental method which has — little by little — revealed to us the true character of the world and the relationship between cause and effect in nature, they fell back on poetic fancies. These are frequently so attractive, and so interwoven with accurate and penetrating insights, that many of us tend to forget the weak foundations on which they are raised.


Most attractive of all conceptions about the creation of the world, however, and most sublime, is that of the philosopher from the Near East whose ideas are found at the beginning of the Book of Genesis. His ideas are so universally familiar that there is no need to recapitulate them here. I will only call attention to the fact that, though daring speculation and poetic energy blaze out from every word, his account of the creation seems to have been based on a profound study of nature.


As is well known, the philosophy of the ancients died out during the Middle Ages. True, it may still have lain buried somewhere in books. But for all practical purposes it had vanished from earth when it was no longer alive in the consciousness and beliefs of earth's inhabitants. When the light of the sciences once again began to shine in Europe, however, all the achievements of the ancient philosophers were turned to good use.

But now natural scientists followed a different path, taking experiment as their guide. No attention was paid any longer to mere surmises, no matter how attractive they might seem, until empirical data either confirmed them or at least made them seem probable.

It was now that the chemical elements were distinguished from one another, minutely examined, and their nature carefully studied. The threads of cause and effect were scrupulously traced as far as possible in every direction. These procedures have had such happy results that human reason can now marvel at the range of knowledge displayed before our eyes like an open book, where previously there had been nothing but darkness and error.


The ancient problem of the origin and nature of the earth was not forgotten, of course, while the natural sciences were making such phenomenal daily progress. But baseless guesses were no longer tolerated. People now demanded answers based on empirical data. Anyone who took it upon himself to advance a theory, or to describe an episode in the life and development of the earth, had to produce evidence for his assertions and provide convincing proof of what had happened, if he expected to be believed. In order to satisfy requirements like these (which are in fact nothing more than what common sense demands of everyone) people began to study the surface of the earth attentively and to search for clues that could supply information about its ancient condition. Scientists investigated geological strata in valleys and mountain rifts, comparing their appearance in different countries. Sea-cliffs, too, were closely examined, and many excavations made expressly for this purpose. And if a well was being dug or mines tunnelled into a mountain, the geologists were always on hand to observe the operation and inspect whatever turned up.

They were richly rewarded for their efforts, since many remarkable things were brought to their attention. The surface of the earth showed clear evidence of having been subject to many awesome mutations. These had occurred one after another in a definite sequence, some of them taking place only after extremely long intervals of time, and this made it clear to people that the earth must be incredibly old. Among other things, men discovered in the ground many kinds of fossils, that is, plants or animals that had turned into solid stone. Most of these fossils have very strange shapes, quite unlike the creatures that are found today on the earth and in the sea.


Geologists have made use of all this ancient evidence and have surmised, with great acuity, what the conditions on our planet must have been like when these kinds of animals were able to live here and these kinds of trees and fruits able to grow.

In what follows I shall attempt to give readers of Fjölnir a small taste of geological knowledge as it stands at the present time. This account will be briefer than is theoretically desirable, mostly because so much of the subject is not fully intelligible to people unacquainted with the sciences and with the major branches of chemistry* (which it would not be reasonable to expect the general public to be familiar with). Besides, there are many things that are still obscure about the history of the earth: not only is this department of science still very much in its infancy, but it is advancing at present with such rapid strides that little time is likely to pass before it wears a different, more satisfactory face altogether.


Before proceeding any farther, I had better anticipate an objection that will no doubt have occurred to many intelligent readers. It would not surprise me to hear someone say that it is a poor idea to talk about the incredible antiquity of the earth, and that studies of this kind might well prove dangerous to religious faith, since anyone can see from the Bible that the earth is not quite six thousand years old, furthermore that it was entirely created in six days; whereas the research of geologists, and their various remarkable discoveries, point to conclusions that appear to stand in direct contradiction to the words of Scripture, and might thus lead people into unresolvable perplexities. Indeed, it even seems possible that contemplation of the inexorable necessity and eternal laws through which (as the natural sciences show) the world must have been created — and which remain in force forever — might lead people to atheism.

But in fact this is not a serious problem. Scripture says that in the beginning God created the heaven and the earth, and this is a proposition no one is going to quarrel with. Scripture says nothing, however, about when Time began, or about what took place between its beginning and the moment when the earth was without form and void, and God let light shine in the darkness and divided the waters from the dry land so that it was inhabitable for the first time. All knowledgeable theologians agree, in fact, that the Biblical account of creation embodies speculation about the origin of the earth by a philosopher from the Near East — speculation so sublime, of course, that no one would ever want to see it omitted from the Bible.1

With regard to the forces of nature and her eternal laws, we realize upon more profound reflection that they are in fact the finite guise in which we perceive God's will and eternal intelligence. In God himself, of course, there is no change or shadow of change. Since this is so, the religious interpretation of things must — no less than the avenue of scientific investigation — lead to the realization that natural law is eternal and immutable. This approach is very far from denying God's omnipotence and omniscience. It is precisely because God, in his absolute freedom, is perfect and unconstrained, that his procedures must appear — in our eyes — as eternal and unshakable laws which all created things have to obey.

Take gravity for instance. At first it appears to us to be a general law governing the behavior of objects here on earth. Upon deeper study, we realize that it is the power of mutual attraction exerted by all created things, furthermore that it is the force holding the universe together. Ultimately we come to see it as the divine will itself, maintaining the circling systems of the universe in beautiful and harmonious balance. And thus we have risen, little by little, from one conception to another more sublime, reaching the conclusion — here as everywhere else — that God is the origin of all things.


*The branch of science that studies the natural elements and their combination. [Jónas's note]

Um eðli og uppruna jarðarinnar

Gömul skáld og vitringar hafa kallað jörðina allra móður, og varla gátu þeir valið henni fegra heiti eða verðskuldaðra; því allt sem lifir og hrærist, allt sem grær og fölnar og á sér aldur, leiðir hún fram af sínu skauti, og ljær án afláts efnið í hina óteljandi og margbreyttu líkami, sem lífsaflið myndar og yfirgefur að nýju, á sinni huldu og eilífu rás gegnum náttúruna; en sjálf þreytir hún skeið sitt með ærnum hraða kringum sólina, og fylgir á því föstum og órjúfandi lögum, sem mannlegri skynsemi hefur auðnast að þýða, svo hægt er að tilgreina afstöðu hennar frá sólinni og öðrum himintunglum, með stund og stað, á hvurri ókominni öld, á meðan fyrirkomulag sólkerfis vors haggast ekki af nýjum og stórkostlegum viðburðum.

Ekki er heldur kyrrt eða dautt í innyflum jarðarinnar, því þar geisar jafnan geigvænlegasta og aflmesta höfuðskepnan, en það er eldurinn, sem á stundum brýst upp úr undirdjúpunum og klýfur sundur fjöll og jökla, en bráðnað grjót og jarðtegundir fljóta eins og árstraumur, og eyða hvurju sem fyrir verður. Eitthvað er líka að, þegar jarðskjálftarnir fara eins og hryllingur yfir hinn ofurstóra líkama jarðarinnar; þá hrynja húsin og björgin klofna, og stundum koma eyjar upp úr sjónum, þar sem áður var hyldýpi, ellegar stórhéröð hrapa til grunna, og ekkert er eftir nema vatn, þar sem áður voru byggðir manna.


Allt þetta er svo mikið og íhugunarvert, að spekingar á öllum öldum hafa leitast við að gera sér það skiljanlegt, og ígrundað kostgæfilega eðli og uppruna jarðarinnar, er þeir útlistuðu með mörgu móti, og komust þannig nær og nær sannleikanum, eftir því sem þekkingin óx af margra alda reynslu og rannsókn á eðli hlutanna.

Forfeður vorir, sem í fæstu hafa verið annarra eftirbátar, hafa ekki heldur leitt þetta rannsóknarefni fram hjá sér; því guðasögur þeirra bera með sér, að þeir hafa íhugað eðli jarðar og frumöfl náttúrunnar; þau birtust þeim í mörgum myndum, annaðhvurt sem skaðvænar verur, eyðandi guðanna handaverkum, eða góð og máttug goð, sem framleiddu lífið og ljósið, en stökktu þursum og illvættum burt frá bústöðum manna og guða.

Að vísu er það ekki alltént svo hægt, að færa inar fornu sagnir úr skáldahjúpnum, til að sjá, hvaða hugmynd um skapnað og eðli hlutanna hafi hvarflað þeim fyrir sjónum í hvurt skipti, en auðséð er samt, að þeir hafa getið mörgu furðanlega nærri.

Ég vil nú ekki fá mér til orða lýsinguna af ragnarökkri í Völuspá, þegar jörðin eyðist og sígur í sjó, af ofurmegni vatns og funa, en bugast þó ekki með öllu, heldur hefur höfuð sitt á ný, og stígur endurborin upp úr hafsdjúpinu, fegri og frjóvgari en hún áður var, því það er svo djúpsært og sannleikanum svo samkvæmt, að varla mun geta hjá því farið, skáldið hafi haft grun um, að eitthvað þvílíkt hafi áður við borið.

En Ólafur hvítaskáld, eða hvur hann er Íslendingurinn, sem ritað hefur formálann framan við Snorra-Eddu, skýrir oss frá hugmyndum forfeðranna með svo snotrum og kjarngóðum orðum, að eg get ekki stillt mig um að hafa þau eftir, eins og þau standa í bókinni.

"Þat hugsuðu þeír og undruðust," segir hann, "hví þat mundi gegna, er jörðin og dýrin og fuglarnir höfðu saman eðli í sumum lutum, og þó úlík at hætti. Þat var eítt eðli, at jörðin var gravin í hám fjalltindum og spratt þar vatn upp, og þurfti þar eígi lengra at grava til vaz enn í djúpum dölum; svo er ok dýr og fuglar, að jamlángt er til blóðs í höfði og fótum.

"Önnur náttúra er sú jarðar, at á hvurju ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellur það allt ok fölnar; svo ok dýr ok fuglar, at þeím vex hár og fjaðrar, og fellur af á hvurju ári.

"Þat er hin þriðja náttúra jarðar, þá er hún er opnuð og gravin þá grær gras á þeírri moldu er efst er á jörðunni. Björg og steína þýddu þeír móti tönnum og beínum kvikinda. Af þessu skildu þeír svâ, at jörðin væri kvik, ok hefði líf með nokkurum hætti, og vissu þeír, að hún var furðuliga gömul að aldartali og máttug í eðli. Hún fæddi öll kvikindi, og hún eignaðiz allt þat er dó, fyrir þá sök gáfu þeír henni nafn, ok töldu ætt sína til hennar."


Þó að vér nú vitum, að jörðin sé ekki lifandi skepna, með sama hætti og grös eða dýr, og hvur partur hennar sé ekki til annars þjónustu, eins og í dýrunum sinakerfi og æða, eða rætur og blöð grasa og blóma, eru samt hugmyndir vitringsins gamla svo snotrar og líflegar, að enginn skyldi gjöra gys að þeim. Á hans dögum höfðu menn öngva ímyndun um in eilífu öflin, sem eru sett til að stjórna himintunglanna gangi; og þó menn sæktu málminn í skaut jarðarinnar hafði samt öngvum hugsast, að skoða jarðlögin eins og þau liggja hvurt ofan á öðru, eða gjöra mismun á vatnsæðunum, er í sinni rás fylgja lögmáli þyngdarinnar, og blóði líkamans eða vökva trjánna, sem renna eftir öðrum lögum.

Það var því heldur engin furða, þegar jarðskjálftarnir hristu löndin, að forfeður vorir kenndu það umbrotum ins bundna jötuns, sem fyrir illsku sakir var útskúfaður úr félagi guðanna, og fjötraður til heimsins enda.


Það var ekki heldur von, að forfeðrum vorum yrði greiðfær rannsóknin, þar sem grísku spekingarnir urðu að nema staðar, og láta sér nægja með skáldlegar getgátur, sem að vísu bera með sér, að þær eru upprunnar í inum forna aðseturstað heimsins vísinda. Og af því ég býst við, mörgum muni þykja gaman, að kynna sér hugmyndir þeirra um svo mikilsvert efni, skal eg hér stuttlega segja höfuðefnið úr Platóns kenningu um uppruna heimsins, og bera mig að sjá um að meiningin verði óbrjáluð.


Frumefnið er, segir þessi heimspekingur, eilíft eins og guð. Í öndverðu lá það í óttalegum umbrotum, og geymdi í sér undirrót alls hins illa. Partarnir leituðust við að sameinast, en gagnstæð og skaðvæn öfl hrundu þeim jafnan í sundur. Frumefnið gat íklæðst alls konar myndum, en öngri þeirra gat það haldið. Skelfing og misklíð sveimuðu án afláts yfir þess bylgjum.


Guð, sá endalausi og góði, hafði frá eilífð ákvarðað, að skapa heiminn eftir þeirri mynd, sem sífellt stóð fyrir hans augum; sú mynd var óumbreytanleg, ósköpuð og fullkomin. Hugsjón guðs líktist hugsjón þess smiðs, sem reisir úr steinum fagurt hús. Þessi veröld var guðs hugarveröld. Sýnilegi heimurinn er hennar eftirmynd, og af því sú æðsta vera hugsar ekkert annað, en það sem er í raun og veru, þá má svo að orði kveða, að guð skapaði heiminn áður en hann gjörði hann sýnilegan.


Þegar tími hins mikla verks var kominn, bauð guð frumefninu, og jafnskjótt varð það snortið af nýrri og ókunnugri hræringu, sem dreifðist út í alla þess parta. Áður voru partarnir sundurskildir af fullkomnum fjandskap, en nú flýttu þeir sér að sameinast og faðmast og samtengjast hvur við annan. Þá skein eldurinn í myrkrinu ið fyrsta sinn, og loftið greindist að frá jörð og vatni. Af þessum fjórum höfuðskepnum voru allir hlutir myndaðir.


Þá skapaði guð sál, til að stjórna höfuðskepnunum. Helmingur hennar var guðlegrar veru, og helmingur af frumefni heimsins. Hún var ífærð jörðunni og vatninu og þokuhvolfinu, og yfir það útþandi guð inn auða himin.


Varla var alheimssálin klædd sínum búningi, sem skýlir henni fyrir vorum augum, áður hún færi að reyna sitt afl, og hrista veröldina. Þá velti hún sér í kring með ærnum hraða, og dró með sér allan heiminn; en hann hlýddi fúslega hennar vilja.


Um leið og þetta varð, lifnaði allur heimurinn. Þessi eingetni sonur, þessi fæddi guð, hafði öðlast mynd hnattarins, en hún er fullkomnust allra mynda. Auk þessa hrærðist hann í hring; sú hræring er einföldust allra hræringa, og einkar vel á hún við hans mynd. Nú leit in æðsta vera með velþóknun á sitt verk; þá tók hún að skoða fyrirmynd heimsins, sem hann var gjörður eftir, og gladdist við að sjá að eftirmynd guðs hugsjónar var gædd öllum hennar höfuðeinkennum.


Eitt var það samt sem hún gat ekki hlotið; en það var eilíf tilvera. Hugarveröld guðs var eilíf, en sýnilegi heimurinn var ekki hæfur til að vera það. Nú með því báðir heimarnir gátu ekki verið jafnir að fullkomnun, vildi guð þeir skyldu vera líkir. Þess vegna skóp hann tímann, eilífðarinnar hverfulu eftirmynd, sem án afláts byrjar hring daganna og náttanna, mánaðanna og áranna, og sýnist því að vera án upphafs og enda, og er mælir hins sýnilega heims tilveru, eins og eilífðin er mælir tilveru guðs hugarveraldar; og aldrei hefði hann skilið eftir rök sinnar tilveru, ef sýnileg merki væru ekki sett til að aðgreina hans hverfandi kafla, og rétt eins og skrifa þá í röð, ef svo mætti að orði komast.


Í þessum tilgangi skapaði guð sólina og himintunglin, og sveiflaði þeim út í himingeiminn, sem áður var tómur og auður.


Þá talaði guð til andanna, sem hann hafði boðið að stjórna gangi himintunglanna: "Guðir!" sagði hann, "sem eigið mér að þakka yðar tilveru, hlýðið mínum boðum. Þið eigið öngvan rétt til ódauðleika, en ég vil gefa yður hann, því minn vilji er máttkari en sambönd hinna ólíku parta, sem þér eruð gjörðir úr. Enn þá er eftir að fylla hafið og jörðina og loftið af innbúum, svo heimurinn sé algjör. Ef eg skapaði þessa innbúa sjálfur, og frelsaði þá frá dauðans valdi, yrðu þeir guðunum samjafnir. Því býð eg yður að búa þá til, og gef yður þar til vald og visku. Sameinið dauðlegum líkömum þau sáðkorn ódauðleikans, sem þer fáið úr mínum höndum. Skapið einkum verur, sem drottni yfir öðrum dýrum, og séu yður undirgefnar. Þær skulu myndast að yðar boði, og þróast af yðar velgjörðum; svo skulu þær einnig sameinast yður eftir dauðann, og verða hluttakandi í yðar sælu."


Þá tók guð leifar af heimsins sál, og hellti þeim í bikarinn, sem hún áður var mynduð í. Úr þessu efni tilbjó hann sálir, og við sálir mannanna bætti hann þar að auk nokkru af guðdómsins veru, og gaf þeim órjúfanleg forlög um aldur og ævi.


Þá var ákvarðað, að dauðlegar verur skyldi fæðast, sem bæru skilning á guði og hans vilja. Maðurinn skyldi vera konunni æðri, og réttlætið skyldi vera þar í innifalið að drottna yfir girndum holdsins, og ranglætið í því að bugast fyrir þeim. Réttlátir menn skyldu komast í stjarnanna heimkynni, og njóta þar eilífrar sælu, en hinir verða að konum og fæðast svo í annað sinn; og ef þeir héldu áfram í ranglætinu skyldu þeir enn fremur verða íklæddir ýmsra dýra myndum, og öðlast ekki heiður síns upphaflega eðlis, áður þeir gjörðu sig hæfa til að hlýða skynseminnar röddu.


Guð hefur ekki getað skapað, og hefur ekki skapað, utan þá bestu veröld af öllum sem skapaðar urðu, en verkefni hans var óhæfilegt til reglu, og illt viðureignar, og gjörði hans vilja þunga og sífellda mótspyrnu. Af þeirri mótspyrnu má enn þá sjá nokkrar menjar, og þar af koma stormar og landskjálftar og allar þær eyðileggingar, sem granda vorum jarðarhnetti. Andarnir, sem mynduðu oss, urðu líka að nota það efni, sem þeim var fengið í hendur; þar af koma veikindi líkamans og sálarinnar. Allt sem er gott í heiminum öllum og manninum út af fyrir sig, er upprunnið hjá æðstum guði, en hitt sem er ábótavant, leiðir af brestum frumefnisins.


Svona er nú tilgáta heimspekingsins gríska, og gat ég ekki skýrt frá henni í færri orðum, svo meiningin væri óbrjáluð. Mér sýndist hún samt of merkileg, til að sleppa henni öldungis, því hún er réttkallað sýnishorn af rannsóknum hinna fornu vitringa. Af því þá vantaði reynsluna, sem smátt og smátt hefir leitt í ljós ið rétta eðli heimsins, og sambandið milli orsaka og afleiðinga í náttúrunni, gripu þeir til skáldlegra hugmynda; og oft og tíðum eru þær svo fagrar og samtvinnaðar við sannar og skarpvitrar íhuganir, að mörgum hættir til að gleyma, á hvað veikum fæti þær eru byggðar.


Fegurstar og háleitastar eru samt hugmyndir austurlenska spekingsins um sköpun heimsins, sem standa í upphafinu á fyrstu Mósesbók, og hvurjum manni eru svo alkunnar, að ég þarf ekki að geta þeirra hér. Ég vil því einungis drepa á að svo afbragðsleg dirfska og skáldlegt fjör, sem lýsir úr hvurju hans orði, virðist þó ekki að síður frásögn hans um sköpunarverkið, vera sprottin upp af djúpsærri náttúruskoðun.


Gamla spekin dó út á miðöldunum, eins og alkunnugt er; því þó hún feldist í bókum, var hún samt horfin af jörðu, meðan hún lifði ekki í meðvitund og sannfæring þeirra sem á jörðunni bjuggu. En þegar ljós vísindanna aftur fór að skína á norðurlöndum, kom það allt í góðar þarfir, sem gömlu vitringarnir höfðu afrekað.

En nú fóru náttúrufræðingarnir að ganga annan veg en áður, og velja reynsluna sér til leiðtoga. Nú var ekki framar gefinn gaumur að neinum getgátum, hvað álitlegar sem þær voru, fyrr en reynslan staðfesti þær, eða að minnsta kosti gjörði þær líklegar.

Nú voru frumefnin aðskilin og grandskoðuð, og eðli þeirra rannsakað kostgæfilega. Þræðir orsaka og afleiðinga voru forsjállega raktir í allar áttir, eins langt og komist varð; og þessi aðferð hefir haft svo farsælar afleiðingar, að mannleg skynsemi verður að undrast alla þá speki, sem nú liggur eins og opin bók fyrir augum vorum, þar sem áður var myrkur og villa.


Það má geta nærri, að spurningin gamla um eðli og uppruna jarðarinnar, hafi ekki legið kyrr, meðan náttúrufræðin dag frá degi jókst svo margfaldlega. En nú dugðu ekki tómar getgátur, því menn kröfðust andsvara, sem væru byggð á reynslunni. Hvur sem ætlaði sér að svara, eða segja kafla úr ævisögu og uppvexti jarðarinnar, varð að færa sönnur á sitt mál, og sýna ljósar menjar viðburðanna, ætti honum að verða trúað. Til að geta fullnægt þvílíkum kröfum, sem þó reyndar eru ekki annað en það sem skynsemin heimtar af hvurjum manni, fóru menn með athygli að grandskoða yfirborð jarðarinnar, og leita eftir öllum þeim menjum, sem gætu bent til hennar forna ásigkomulags. Í giljum og fjallasprungum gættu menn að jarðlögunum, og báru svo saman útlit þeirra í ýmsum löndum. Sjávarbakkarnir voru líka rannsakaðir, og margar gryfjur grafnar einungis í þeim tilgangi; og væri búinn til brunnur, eða málmgrafir opnaðar í fjöllunum, létu jarðfræðingarnir sig aldrei vanta, til að vera við og gefa gætur að því sem upp kæmi.

Enda fengu þeir ómakið fulllaunað, því margir hlutir og stórkostlegir báru þeim fyrir augu. Yfirborð jarðarinnar bar það ljóslega með sér, að á því hefðu orðið margar og skelfilegar umbyltingar. Þær hafa komið yfir jörðina í vissri röð, og hvur á eftir annarri, en sumar þó með afar löngu millibili, og leiða þær menn úr skugga um, að jörðin hlýtur að vera furðulega gömul. Meðal annars hafa menn hitt á margs konar steingjörvinga í jörðunni; en það eru líkamir dýra og urta, orðnir að hörðum steini, og hafa þeir flestir undarlegt sköpulag og ærið frábrugðið þeim verum, sem nú á dögum finnast á jörðunni og í sjónum.


Allar þessar fornu menjar hafa nú jarðfræðingarnir notað sér, og getið til með miklum skarpleik, hvurnig hafi orðið að vera ástatt á vorum hnetti, þegar þess konar dýr gátu lifað þar, og þvílík tré og aldini gróið.

Eg skal nú leitast við að gefa lesendum Fjölnis dálítið sýnishorn af jarðfræðinni, eins og hún lítur út sem stendur, og verður það samt styttra en skyldi, einkum vegna þess, að það er margt hér að lútandi, sem ekki verður frá skýrt, nema lesendunum væri kunnug heimspeki og helstu greinir úr efnafræðinni* (Kemi), sem það væri ósanngjarnt að ætlast til, alþýða hefði numið. Margt er það líka, sem enn er óljóst í ævisögu jarðarinnar, því þessi vísindagrein er enn þá mjög í bernsku, og fer þessi árin svo óðum fram, að varla mun líða langt um, áður en hún verði búin að fá annað fegra útlit.


Áður en lengra er farið, verð ég samt að svara einni mótsögn, sem ég er hræddur um mörgum skynsömum manni muni detta í hug að gjöra mér; því ég býst við menn segi, það sé ekki varlegt, að tala um hvað jörðin sé furðulega gömul, og þess háttar rannsóknir geti orðið hættulegar fyrir trúna, því af biblíunni geti hvur maður séð, að jörðin sé ekki fullra 6 þúsund ára, og þar á ofan sé hún öll sköpuð á 6 dögum; en rannsóknir jarðfræðinganna og nýstárlegu uppgötvanir leiði til ályktana, sem séu gagnstæðar ritningarinnar orðum, og komist menn svo í bobba sem ekki verði greitt úr með nokkru móti, og það sé ekki trútt um, að in óbifanlega nauðsyn og eilífu lög, sem náttúrufræðin sýni að heimurinn hafi hlotið að myndast eftir, og ævinlega viðhaldist, geti leitt til guðsafneitunar.

En þessu er öngvan veginn svo varið. Ritningin segir, að í upphafi skapaði guð himin og jörð, og því mun öngvum koma í hug að neita; en hún talar ekkert um, hvunær upphaf tímans hafi verið, eður hvað við hafi borið frá upphafi, og til þess tímabils, þá jörðin var eyði og tóm, og guð lét ljósið skína í myrkrunum, og greindi vötnin að frá þurrlendinu, svo hún yrði byggileg að nýju. Öllum lærðum guðfræðingum ber nú líka saman um, að frásagan um sköpunarverkið sé í rauninni hugmynd einhvurs austurlandaheimspekings um uppruna jarðarinnar, og er hún að vísu svo háleit, að enginn mundi vilja missa hana úr biblíunni.

Hvað öflum náttúrunnar og eilífa lögmáli viðvíkur, þá sjá menn einnig við nákvæmari íhugun, að þau reyndar eru in endanlega mynd, er oss auðnast að sjá vilja guðs og hina eilífu skynsemi í; en hjá sjálfum guði er engin umbreyting né umbreytingarskuggi, svo guðrækileg skoðun hlutanna hlýtur, ekki síður en heimspekilegar rannsóknir, að leiða menn á þá sannfæringu, að lögmál náttúrunnar sé eilíft og óumbreytanlegt. Því fer svo fjarri, að almætti guðs og frjálsu visku sé neitað fyrir það, að einmitt af því inn frjálsi guð er fullkominn og ótakmarkaður, hljóta hans gjörðir fyrir vorum augum að líta út sem eilíf og óbifanleg lög, er allir hlutir verði að hlýða.

Tökum til dæmis þyngdina. Í fyrstunni kemur hún oss fyrir sjónir eins og almennt lögmál fyrir hlutina hér á jörðu; við nákvæmari ígrundun sjá menn, að hún er aðdráttarkraftur allra skapaðra hluta sín á milli; enn fremur, að hún er sá aflfjötur, sem tengir saman alheiminn, og loksins birtist hún oss sem sá guðlegur vilji, er viðheldur hnattakerfum heimsins í sínu fagra og undrunarverða sambandi. Hér höfum við hafið oss smátt og smátt frá einni skoðun til annarrar háleitari, og komum þar eins og annars staðar til þeirrar ályktunar, að upphaf allra hluta sé guð.


* Í þessari vísindagrein eru rannsökuð frumefni náttúrunnar og sameining þeirra. [Athugasemd Jónasar]

Date:1835.
Form:Prose.
Manuscript:None surviving.
First published:1835 (1F99-111[the excerpt here]; image) under the title "Um eðli og uppruna jarðarinnar."

Commentary:        Jónas's long essay "On the Nature and Origin of the Earth," approximately the first third of which is translated here, is the only work on geology that he ever published in his native language (most of his contributions on this subject being written in Danish). Like the preceding poem, it appeared in 1835 in the important first issue of Fjölnir. Designed to familiarize the reading public in Iceland with the current state of geological science, it is also Jónas's most serious and sustained effort to articulate the relationship between mythopoetic and scientific explanations of the universe and thus to harmonize the approaches of religious faith and science. It is clearly a work on which he lavished much care and attention and into which he poured a good deal of thought: "not merely a scientific discussion of some of the most important concepts and findings of geology in both past and present, but also a poetic vision of the world written in polished and elevated prose" (Ísf457).

"The Sybil's Prophecy" ("Völuspá"), whose account of the end (and subsequent rebirth) of the world Jónas refers to, is one of the most important poems of the Poetic Edda . The Preface to the Prose Edda, which Jónas cites and attributes hesitantly to Ólafur the White Poet, is now accepted as being by Snorri Sturluson. Jónas discusses these two works briefly and then comes to a subject that interests him much more deeply, "Plato's theory of the origin of the world," which he summarizes in considerable detail from Plato's late dialogue Timaeus (27-40).

Plato's mouthpiece in this work is Timaeus of Locri, whose qualifications and agenda are described by Crito at the beginning of the dialogue: "He knows more of astronomy than the rest of us and has made the knowledge of the nature of the universe his chief object; he will begin with the birth of the world and end with the nature of man."2 Jónas's synopsis of Timaeus's argument (which may well be based on intermediate sources, though Jónas could certainly have consulted the original Greek)3 provides an excellent and coherent summary of Plato's main ideas, simplified of course, and omitting technical details. Jónas has also drawn on another Platonic dialogue (The Statesman 273A-D) for the opening description of the original anarchic disorder of the prime matter and the concluding interpretation of earthquakes and other catastrophes as ongoing consequences of its inherent defects.

Jónas's fascination with Plato's cosmology is not limited to the painstaking summary in this essay. Indeed it can be argued that Jónas found, in Plato's philosophy of nature, a model that enabled him to reconcile to some extent his Christian faith (along with the theology he had been taught at Bessastaðir) and his faith in the methods and conclusions of modern empirical science. In this Fjölnir essay, for example, the Platonic Demiurge (δημιουργός) has been identified throughout with the Creator God of Christianity, and the universe that the Demiurge formed from chaos is even referred to as "this only-begotten son, this born divinity" ("þessi eingetni sonur, þessi fæddi guð").

In Jónas's poetry the influence of Plato can be seen in his proclivity to view all life-forms as manifestations of the "One," which even leads (in a cancelled passage of "The Lay of Hulda") to a wish "that the world should perceive God and itself in every blade of grass". This sounds like pantheism, and Jónas's view of the relationship between God and nature has sometimes been interpreted as pantheistic (for example by Halldór Laxness in a famous essay [Ab56]). At this point in Jónas's life, however, such statements are more likely to have been simply an expression of his Platonism.

The opening sentences of Jónas's essay are important for understanding the Platonism of some of his later poetry. When Jónas calls the earth "the mother of all things," she corresponds to what Plato calls in one place the "Receptacle — as it were, the nurse — of all Becoming" (πάσης εἶναι γενέσεως ὐποδοχὴν αὐτὴν οἷον τιθήνην, Timaeus 49A) and in another place "the mother and Receptacle of what has come to be visible and otherwise sensible" (51A). The "material" ("efni") which the earth tirelessly provides is (in Jónas's view) "matter" or "substance" itself (which consisted, for Plato, of the four elemental "qualities"). The "countless varied bodies" ("hinir óteljandi og margbreyttu líkamir") are the embodiment (σώματα), in the matrix of "matter," of Plato's ideal model, invisible, "intelligible and always unchangingly real" (49A); these bodies are the "copy of this model, which becomes and is visible" (ibid.). Finally what Jónas calls the "life force" ("lífsafl") is Plato's World Soul.

When we read, toward the end of this excerpt, Jónas's observations about the account of the creation in the Book of Genesis, it is well to remember that he had studied this part of the Bible in Hebrew at Bessastaðir (see EPM28).

As noted earlier, only about a third of Jónas's essay is translated here. In the remainder he provides first a modern "scientific" account of the origin of the universe in terms of the nebular hypothesis of Kant and Laplace, then a history of terrestrial geology divided into four eras (following the Swedish geologist Torbern Bergmann and his successors; see 4E65n).

Notes

1 Tómas Sæmundsson found a number of things to quarrel with in this paragraph; see BTS160.

2 Francis MacDonald Cornfield, Plato's Cosmology: The Timaeus of Plato translated with a running commentary (London: Routledge & Kegan Paul, 1937), p. 20. All the translations that follow are from this work (which is abbreviated PC). See also Luc Brisson, Le Même et L'Autre dans la Structure Ontologique du Timée de Platon: Un commentaire systématique du Timée de Platon (Paris: Éditions Klincksieck, 1974).

3 He could have found both the Greek text and a handy Latin translation in Platonis Timaeus, instruxit Aug. Ferd. Lindau (Lipsiae: Sumptibus Frid. Christ. Guil. Vogelii, 1828).

Copyright © 1996-8 Dick Ringler. All rights reserved.

Jonas' MS flourish for the end of a poem For technical assistance:
Library Technology Group
University of Wisconsin-Madison
General Library System